Skýr lögfræði ráðgjöf þegar mest á reynir.
Við veitum faglega lögfræðiráðgjöf og leitum hagnýtra lausna við flóknum úrlausnarefnum. Markmið okkar er að gera réttarfarsleg álitaefni skiljanleg og aðgengileg, hvort sem um ræðir ráðgjöf, greiningu á réttarstöðu eða úrlausn deilumála. Við leggjum áherslu á skýra framsetningu, heiðarleika og raunhæfar lausnir.
Nýsköpun & tækni.
Er fyrirtækið þitt að stíga skref í átt að gervigreind, þarfnast skýrrar persónuverndarstefnu eða að verja hugverkarétt sinn?
Við leiðbeinum þér örugglega í gegnum flókið lagalegt landslag nýsköpunar, persónuverndar, hugverkaréttar, gervigreindar og stafrænnar tækni.
Einstaklingur.
Lentirðu í slysi, missi eða eignatjóni? Þarftu að leysa úr erfðamálum, skipta búi eða takast á við fasteignagalla?
Hjá Senta færðu faglega leiðsögn og samhenta lausn – hvort sem um er að ræða bótamál, erfðamál eða fasteignatengdar deilur. Við hlustum, útskýrum og leysum málið með þér.
Sakamál.
Hefurðu verið handtekinn, stöðvaður við akstur eða vilt leggja fram kæru?
Við förum yfir réttarstöðuna þína með þér og saman ákveðum við næstu skref af yfirvegun og festu.
Frír viðtalstími
Ertu óviss um réttarstöðu þína eða næstu skref?
Við bjóðum þér að bóka ókeypis viðtal – án allra skuldbindinga.
Í samtalinu rýnum við stöðuna þína og skoðum hvaða leiðir eru þér í raun opnar.
Þú þarft ekki að ákveða allt strax.
Stundum þarf bara stutt spjall til að fá skýrari mynd og meiri ró. Bókaðu tíma og sjáðu hvort við getum hjálpað.

